Færsluflokkur: Tónlist
18.7.2006 | 14:34
Keith og Blóðbankinn
Enn reyni ég að blogga. Það hefur ekki tekizt um nokkurt skeið. Svo virðist sem tölvan hafi verið að stríða mér.
Keith er byrjaður að spila með Rolling Stones og nú hafa þeir lagt að baki þrenna tónleika við mikinn fögnuð viðstaddra aðdáenda. Meira síðar.
Blóðbankinn er á leið í nýtt húsnæði og er það þakkar- og ánægjuvert.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2006 | 07:55
Jumping Jack Flash (Keith)! Af hverju gerirðu okkur þetta?
Nú er ljóst að 15 tónleikum The Rolling Stones verður frestað og þeir fyrstu verða í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi 7. júli í sumar. Svartfellingar ákváðu fyrir nokkrum dögum að slíta sambandið við Serba. Rolling Stones láta það sjálfsagt ekki hafa nein áhrif á sig og rokka á fullu fyrir gamla kommúnista og aðra.
Um daginn var verið að kjósa mesta rokkarann í Bretlandi og Kurt Cobain varð fyrir valinu. Auðvitað hefði Keith Richards átt að vinna. Hann er 62 ára og hefur alla tíð storkað örlögunum og þó hann verði 63 ára 18. desember næst komandi heldur hann áfram. Fullur upp í tré segir sagan og hann datt beint á höfuðið, sem kann að henda marga, en ekki ýkja marga á sjötugs aldri, að minnsta ekki kosti ofan úr pálmatré. Ekki er hægt að segja að það sé bezta leiðin til að vera með pálmann í höndunum.
Tvíburnarnir okkar. Kolfinna Bjarney og Kjartan Thor áttu að fá kynnast þessu áhugamáli föður síns á sviði í Horsens hinn 8. júní, eftir nákvæmlega tvær vikur. Nú verður ekkert af því.
Keith! Elsku vinur, eina ferðina enn seturðu áætlanir mínar, og að minnsta kosti 700 þúsunda annarra, í uppnám. Gera má ráð fyrir því að flestir skili sér á tónleika Rolling Stones síðar á árinu, en óvíst er með tvíburana mína, sem eru leið yfir því hvernig fór. Óvitað er hvenær þau bera Rolling Stones augum á sviði. Þó er aldrei að vita ef þú ferð nú að fara vel með þig. Og þetta eru góð börn, nýfermd. Þau óska þér góðs bata og vona að þú farir nú að taka tillit til Patti konu þinnar og dætranna Alexöndru og Theodoru. This Place is Empty ætti að vera þér áminning um þessa einföldu staðreynd.
Láttu þér batna gamli jaskur og hugsaðu bæði um þig og aðra. Þú ert mesti rokkarinn sama hvað lesendur tónlistarblaða í Bretlandi segja. En óþarfi er að sýna það í hverri tónleikaferð.
Vonandi hefur rifbrotið frá 1998 ekki tekið sig upp. Skilaðu kveðju til Mick og stattu þig í batanum.
Vonandi er þinn gamli félagi ekki mjög reiður við þig. Nú hlusta ég á Infamy með nýrri hugsun.
Bezt er að smella Jumping Jack Flash á fóninn og ætli Get Yer Ya-Ya's verði ekki fyrir valinu með Sympathy for The Devil, Midninght Rambler, Street Fighting Man og Love in Vain svo fátt eitt sé talið og Exile on Main St(reet). í framhaldinu. Æfðu þig nú vel gæzkur og vertu í góðu formi í Belgrad og því sem á eftir fylgir. Sennilega janfar þetta sig allt eins og amma mín sagði ævinlega.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2006 | 18:54
Fjölmiðlamenn þekkja ekki tónlist Rolling Stones
Í dag byrjaði hin bráðskemmtilega spurningakeppni fjölmiðlanna. Ævar Örn Jósepsson er á réttri leið og tekst að setja fram skemmtilegar spurningar. Það er fagnaðarefni að nota Small Faces aðferðina All or Nothing, allt eða ekkert, og gefa einungis heilt stig fyrir fullt svar, en ella ekkert.
Vinir mínir á BB fyrir vestan stóðu sig með mikilli prýði, en voru eins og flestir fjölmiðlunganna illa að sér um tónlist The Rolling Stones. Kannski gerir það ekkert til, en hljómsveitin er sú langlífasta og þekktasta ef litið er til samfellds ferils í nærri 44 ár og þeir eru enn að. Nú vantar ekki annað en þeir bætist í hóp Íslandsrokkarranna. En Sveinn Guðmarsson fær prik, reyndar tvö fyrir að þekkja lög þeirra og Ríkissjónvarpið bjargaði sér í restina með því að þekkja Let´s Spend the Night Together. Stelpur þið fáið prik fyrir það, en af hverju þekkja menn ekki Jumping Jack Flash og Gimme Shelter?
Nú fer maður að hitna fyrir Ray Davies og því er við að bæta að Gimme Danger, bókin um Iggy Pop er góð skemmtun og gaman að því að strax í upphafi, 1965, heillaðist hann af Rolling Stones og Kinks, vel á minnzt, en leiddist The Beatles. Umhugsunarverður punktur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2006 | 11:45
Fyrsta bloggfærsla
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
rollingstones.blog.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar