4.5.2006 | 02:42
Frábćr Iggy og Stooges
Ţađ er örugglega rétt ađ í dag er of seint ađ hugsa um ađ sjá Iggy og Stooges í Reykjavík. En ţađ var mikil veizla fyrir eyru og reyndar augu, ţví gaurinn er mjög svalur og í ótrúlega góđu líkamlegu formi, ekki sízt miđađ viđ ađ hann er orđinn 59 ára. Stemmingin í Listasafninu var hreint frábćr og ótrúlegt hvađ fólk var fljótt ađ taka viđ sér. Gera verđur ráđ fyrir ţví ađ ekki hafi allir veriđ miklir ađdáendur, en ţeir hörđustu voru ađ sjálfsögđu fremst og hrukku í gírinn um leiđ og Iggy hoppađ'i inn á sviđiđ og Stooges hófu ađ leika Loose af Fun House og síđan Down The Street af sömu plötu laust fyrir kl. 21:30 og síđan var keyrt á fullu í rúmlega 1 klukkustund og 20 mínútur. Nćst var haldiđ í 1969 af Stooges og I Wanna Be Your Dog. Og svo kom TV Eye og Iggy kastađi sér fram í áhorfendaskarann og lét hann bera sig uppi eins og fyrir nćrri 40 árum ţegar ţeir voru ađ byrja í upphafi ferilsins.
Áhorfendur skiluđu honum upp á sviđiđ og ţađ var hreint međ ólíkindum hve krafturinn var mikill í hljómsveitinni. Ţrír hljóđfćraleikarar, gítar, bassi og trommur, engin flúr og engar blúndur en allt á rétt stađ. fastur taktur, harđur og hrađur og lögin ekki slitin í sundur heldur runnu saman, Dirt, Real Cool Time og No Fun og stelpurnar úr áhorfendskaranum upp á sviđi. Allt var ţetta kunnuglegt frá fyrri tíđ, en samt ferskt og skemmtilegt.
Svo komu lögin 1970, Fun House og LA Blues út í eitt, Skull Ring og Rock Star og Not Right, Little Doll og I Wanna Be Your Dog og uppklapp. Svo var ţessu lokiđ og rífandi ánćgja međal ţeirra sem fylltu salinn í Listasafninu, sem er reyndar prýđilegur tónleikastađur.
Mér fannst ţetta gaman og Ţórdísi líka og ţeim sem í kringum okkur voru. Allir ánćgđir međ frammistöđu Stooges. Ţetta voru ólíkir tonleikar ţeim sem Ray Davies flutti í Háskólabíói, en gleđigjafi. Skrítiđ ađ ekki skyldi vera meiri áhugi međal Íslendinga og ţeim mun ánćgjulegra ađ sjá margt ungt fólk og unglinga međal tónleikagesta og hörđu áđdáendurnir voru himinlifandi.
Dr. Spock voru góđir, svolítiđ framandi mér en mikil leikgleđi og húmor í ţví sem ţeir gerđu.
RR ehf, sem stóđ fyrir tónleikunum á ţakkir skiliđ fyrir framtakiđ.
Ţađ sem eftir sat var ađ eina kvöldstund var mađur ekki miđaldra heldur unglingur, kannski ekki jafn óţekkur og fyrrum fyrirmyndarnemandinn og sonur kennarahjónanna, James Newell Osterberg, sem lék hlutverki Iggy Pop međ glćsibrag eins og viđ var ađ búast og í nćrri eina og hálfa klukkustund var tíminn án viđmiđunar. Frábćrt og takk RR ehf. Ţađ er gott ađ vera ungur, janfvel ţótt ţađ sé ađ verđa ungur aftur í skamma stund.
Um bloggiđ
rollingstones.blog.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.