Let it Bleed - Nóg blóð í frambjóðendum

Þessi pistill er ekki helgaður tónlistinni einni. Kannski hlusta frambjóðendurnir í Reykjavík á Rolling Stones og hafa meðtekið boðskap þeirrar mögnuðu skífu sem út kom 1969, Let It Bleed, og láta nú blóðið renna til Blóðbankans. Allt gott blóð hraustra manna, karla og kvenna, er vel þegið og vonandi eru þeir allir við góða heilsu frambjóðendurnir sem hyggjast gefa blóð á eftir erfiða kosningabaráttu. Víst er að eftir blóðgjöf líður þeim enn betur.

Ég hef hins vegar enn ekki rekizt á neinn þeirra í Blóðbankanum á mörgum ferðum mínum þangað og hefur þeim fjölgað í seinni tíð. En hér sannast að góðverkin eru ekki flókin. Að gefa af sjálfum sér og það beint frá hjartinu ætti að vera aðalstefnumál allra kosninga. Ekki satt?

Hvað um það. Let It Bleed fer beint á fóninn. ,,We all need somone we can lean on and if you want it baby you can lean on me" (úr laginu Let It Bleed eftir Mick Jagger og Keith Richards) og Blóðbankinn bíður ykkur öll velkomin.

X Blóðbankinn Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband