Breyttar áherzlur í Eurovision

Fróðlegt verður að fylgjast með næstu Eurovision keppni í Finnlandi. Fyllist allt af þungarokkurum frá Austur-Evrópuþjóðum? Vonandi ekki. Hitt má gjarna gerast að fram komi tónlistarmenn sem þora að víkja frá stöðluðum og gerilsneyddum eftirlíkingum af sigurlögum fyrri ára og áratuga. Bretar reyndu, en Daz blessaður með skólastelpurnar, sem reyndar sungu prýðilega, hafði ekki erindi sem erfiði og sveitatónlist Þjóðverja dugði skammt.

Sylvía Nótt dugði Íslendingum ekki að þessu sinni og fróðlegt verður að sjá hvað til bragðs verður tekið á næsta ári þó ekki væri nema vegna þess að nú erum við eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur sigrað.

Rokkið á að minnsta kosti möguleika og kannski ættum við að senda Mínus eða Geir Ólafsson með sveifluna í anda Frank Sinatra. Já af nógu er að taka í íslenzkum dægurlagaheimi. Geir gæti gert það gott, þótt Evrópa hafi ekki kunnað að meta Björgvin Halldórsson, því miður. Kannski Geir og Mínus kláruðu dæmið saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband