Fjölmiðlamenn þekkja ekki tónlist Rolling Stones

Í dag byrjaði hin bráðskemmtilega spurningakeppni fjölmiðlanna. Ævar Örn Jósepsson er á réttri leið og tekst að setja fram skemmtilegar spurningar. Það er fagnaðarefni að nota Small Faces aðferðina All or Nothing, allt eða ekkert, og gefa einungis heilt stig fyrir fullt svar, en ella ekkert.

Vinir mínir á BB fyrir vestan stóðu sig með mikilli prýði, en voru eins og flestir fjölmiðlunganna illa að sér um tónlist The Rolling Stones. Kannski gerir það ekkert til, en hljómsveitin er sú langlífasta og þekktasta ef litið er til samfellds ferils í nærri 44 ár og þeir eru enn að. Nú vantar ekki annað en þeir bætist í hóp Íslandsrokkarranna. En Sveinn Guðmarsson fær prik, reyndar tvö fyrir að þekkja lög þeirra og Ríkissjónvarpið bjargaði sér í restina með því að þekkja Let´s Spend the Night Together. Stelpur þið fáið prik fyrir það, en af hverju þekkja menn ekki Jumping Jack Flash og Gimme Shelter?

Nú fer maður að hitna fyrir Ray Davies og því er við að bæta að Gimme Danger, bókin um Iggy Pop er góð skemmtun og gaman að því að strax í upphafi, 1965, heillaðist hann af Rolling Stones og Kinks, vel á minnzt, en leiddist The Beatles. Umhugsunarverður punktur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband