22.4.2006 | 17:20
Ray Davies var frábćr, en ţetta voru ekki Kinks tónleikar
Ţađ verđur ađ segjast eins og er, ađ tónleikar Ray Davies í Háskólabíói föstudaginn langa, 14. apríl s.l. voru frábćrir. Ţađ var reyndar mjög sérstök upplifun ađ koma beint á ţessa tónleika frá ţví ađ taka ţátt í lestri Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Selfosskirkju, en ţar lásum viđ feđgar, Kjartan T. Ólafsson og bloggarinn sálmana ásamt öđrum góđum mönnum undir forystu séra Gunnars Björnssonar sóknarprests, alla 50, á fjórum og hálfri klukkustund og svo var ekiđ á löglegum hrađa vestur til Reykjavíkur í Háskólabíó til ađ hlusta á Ray.
Mér ţótti vel takast til ţótt laus sćti sćjust í salnum. Ray var ađ kynna hina frábćru sólóskífu sína Other Peoples Lives, sem ég hef grun um ađ gagnrýnandi Morgunblađsins Atli Bollason hafi ekki hlustađ grannt á eđa jafnvel ekki. Hún er mjög góđ og textar hans eins og fyrri daginn nokkuđ beittir og fjalla um hversdagslega hluti, eins og ţeir sem fylgdu lögum Kinks á sjötta áratugnum. En síđan eru meira en 40 ár og ýmislegt hefur breytzt síđan ţá, heimsmyndin međal annars og viđ verđum ađ gćta okkar á ţví ađ lifa ekki í fortíđinni.
Hljómsveitin var góđ og og fór vel bćđi međ ný og gömul lög. The Kinks verđa aldrei eins og ţeir voru, sem betur fer, lifni ţeir á annađ borđ. Hvernig hefur enda fariđ fyrir hljómsveitum sem ćtla sér ađ lifa á fornri frćgđ? Ákveđinn harđur kjarni hlustar á sömu útsetningarnar á sömu gömlu lögunum, sem verđa líflaus fyrir vikiđ, eins og dauf endurgerđ af hljómplötum í stađ ţess ađ vera lifandi eins og Ray og hljómsveit tókst ađ gera ţau í Háskólabíói. Dćmi um ţessa geldu endurvinnslu eru ţćr tilraunir sem alltaf eru í gangi međ Smokie í ýmsum útgáfum og margar endurgerđir the Searchers sem var í miklu uppáhaldi hjá mér ţegar ég var barn, og er reyndar enn af hljómplötum. En ţessar sveitir gáfust upp fyrir stöđnun sjálfra sín eins og margar ađrar sem ekki verđa taldar upp hér. Ţađ verđur ekki sagt um Ray Davies sem kannski og vonandi endurvekur Kinks á ný.
Mér fannst dómurinn í Fréttablađinu mun betri, ţótt örlítiđ skini ţar í fýlupoppsstimpillinn úr Moggagagnrýninni. Ţó var ljóst ađ viđhorf stúlkunnar var mun jákvćđara og hún hafđi ađ minnsta kosti hlustađ á Líf annars fólks.
Lagalistinn fylgir hér á eftir, en ég saknađi uppáháldslagsins míns međ Kinks, Waterloo Sunset og Other Peoples Lives af samnenfdri plötu.
Hvernig halda menn ađ Rolling Stones vćru hefđu ţeir haldiđ áfram ađ endurvinna sjötta áratuginn? Ţeir vćru skelfilega leiđinlegir og viđ hefđu ekki fengiđ snilldarverk eins og A Bigger Bang, sem út kom á fyrra ári frekar en Other Peoples Lives međ Ray Davies. Auđvitađ endurtökum viđ okkur öll, en viđ getum ekki haldiđ áfram ađ gera alltaf ţađ sama alla tíđ ella myndi meira ađ segja endurflutningur á ţví, sem viđ hefđum gert bezt og kynnum fyllilega, verđa geld vinna, bćđi okkur sjálfum og öđrum til leiđinda einna. Ef ţađ er óskin förum viđ á ball međ hljómsveit sem flytur verk annarra og hermir fullkomlega eftir ţeim. Myndum viđ nú, áriđ 2006, vilja the Beatles a la 1965 Help og Rubber Soul? Ekki fyrir mig takk. Okkur verđur öllum ađ miđa fram á veginn. Nóg um ţađ.
Tónleikarnir voru prýđis skemmtun og Ray í miklu stuđi og naut sín, var betri en 1970 međ Kinks í Laugardalshöllinni. Meira ađ segja Kinkslögin voru betur flutt núna.
Ţetta voru ţéttir tónleikar og runnu vel fram, nema í sér íslenzka laginu I´m on an Island, sem var skemmtilega losaralegt en samt ţétt, enda ćft á hljóđprufunni fyrr um daginn, ţótt ég hefđi heldur viljađ lagiđ mitt um Terry og Judy á Waterloo stöđinni í London.
Samtals léku ţeir í nćrri tvo klukkutíma sem var meira en tvöfalt lengur en 1970 (55 mínútur) og tóku sér hlé á milli til bjórdrykkju.
Lagalistinn eins og ég skráđi hann fylgir hér međ:
Ray hóf tónleikana kl. 19:47 og tók hlé kl. 20:54 og byrjađi eftir hlé kl. 21:18 (24 mín.) og lauk kl. 22:07. Alls lék hann í 1:56 klukkustund. 1. Im Not Like Everybody Else2. Where Have All The Good Times Gone3. After the Fall4. All She Wrote5. Oklahoma USA6. This is where I belong7. Village Green8. Sunny Afternoon9. Dead End Street10. I´m on an Island11. Next Door Neighbour12. Creatures of Little Faith13. Over My Head14. The Tourist15. Till the End of the Day Hlé í 24 mínútur 16. Stand up Comic17. The Morning After18. A Long Way From Home19. The Getaway (Lonesome Train)20. Tired of Waiting21. Set Me Free22. All Day and All of The Night23. Lola24. You Really Got MeAf honum má sjá ađ af 12 lögum af nýju plötunni voru 9 flutt og 15 Kinks lög. Ekki slćmt heldur mjög gott og ánćgjulegt. Enda var ţađ svo viđ af Kinks kynslóđinni gengum út međ bros á vör.
Meira síđar um tónleikanna.
Um bloggiđ
rollingstones.blog.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Missti ţví miđur af ţessum tónleikum ţar sem ég var í útlandinu.
Góđur punktur hjá ţér um ţćr hljómsveitir sem lifa ađeins á fornri frćgđ, eru löngu hćttar ađ skapa og leggja í ţess stađ hart ađ sér ađ reyna ađ stćla gömlu útgáfuna sem mest ţćr mega.
Af ţessari lýsingu hjá ţér skilst mér ađ Davies hafi fariđ ađra leiđ, enda skapandi listamađur, og rifjast upp frábćrir tónleikar Robert Plant og hljómsveitar í Höllinni í fyrra ţar sem hann spilađi nýja frumlega tónlist og gamla í nýjum frumlegum búningi. Segir sitt hvađ menn voru lengi ađ kveikja á ţví ađ hann vćri ađ spila Immigrant Song.
Árni Matthíasson , 23.4.2006 kl. 10:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.