26.4.2006 | 11:47
Iggy Pop á litríkan feril að baki.
Þá styttist í að Iggy Pop mæti til leiks með Stooges. Litli náunginn frá Ann Arbor, var kornungur ástmaður söngkonunnar Nico, sem fræg varð með Velvet Underground á ,,Bananaplötunni" undir verndarvæng Andy Warhol.
Ferill Iggy er nátengdur David Bowie og vilja sumir rýnendur meina að Bowie hafi lært margt af honum, en endurgoldið það þegar þeir unnu saman að plötum hins fyrrnefnda Idiot og Lust For Life í ,,Berlin by the Wall" en þar héldu þeir sig og tóku upp í hinu margfræga Hansa upptökuveri og sömdu China Girl, sem gerði Iggy ríkan þegar það kom út á skífu Bowies Let´s Dance. En nóg um það sagt er að krafturinn í Stooges sé mikill og vissulega eiga fyrstu plöturnar, Stooges og Fun House, sem heitin er eftir verustað Stooges í Ann Arbor um 1970, merkan sess í sögu rokksins. Þær eru hraðar og hráar og við fáum vonandi að heyra lög af þeim, til dæmis I Wanna Be Your Dog, sem Bubbi hljóðritaði, No Fun, Fun House, 1970 og TV Eye og svo Raw Power, Search and Destroy, Gimme Danger og Your Pretty Face is going to Hell. Shake Appeal og Death Trip. allt annað væri bónus.
Sólóskífurnar eru margar, en sennilega halda þeir sig við Stooges efnið, sem er í fínu lagi. Þetta er karftmikið rokk og ekkert gefið eftir og þeir voru betri á sviði en í hljóðveri, þótt ekki sé nú ástæða til að kvarta undan leik þeirra í hljóðverum.
Svo komst ég að því fyrir tilviljun að Politikens Rock Leksikon (Kaupmannahöfn 1995) og Gimme Danger: The Story of Iggy Pop eftir Joe Ambrose, Omnibus Press, 2004 ber ekki saman um fæðingardag James Newell Osterberg. Sú fyrri segir hann fæddan 2. apríl 1947, en hin síðari 21. apríl sama ár. Hvað um það. Hann verður orðinn 59 ára þegar hann mætir á sviðið til að skemmta okkur.
Er það ekki aðalmálið? Og nú lifir hann heilsusamlega, enda ætti enginn að taka líferni hans á yngri árum sér til fyrirmyndar.
Þetta verður góð skemmtun.
Um bloggið
rollingstones.blog.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.