2.5.2006 | 18:25
Iggy Pop á morgun
Þá er hann kominn til Íslands, golfarinn, íhaldsmaðurinn, pönkarinn og rokkarinn, Jemes Newell Osterberg, Iggy Pop sem er auðvitað fyrst og fremst hrár rokkari og kaldur karl eins og sagt var í sveitinni í gamla daga. Hún er löng leiðin frá Anna Arbor, um New York og Max Kansas City klúbbinn, London og Los Angeles að ógleymdri Berlín 1976 með David Bowie.
Og við fáum vonandi að sjá hann í fullu fjöri á morgun, náunga sem aldrei lét segja sér fyrir verkum. Það er fyndið að lagið Lust for Life skyldi vera nota til að auglýsa silgingar Caribbean Cruise skipafélagsins um Karabíska hafið. Lúxussiglingar undir formerkjum rokksins, nú eða pönksins, vilji menn það heldur.
Svalur náungi, en fyrst og fremst góður rokkari.
Um bloggið
rollingstones.blog.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.