Lordi - til hamingju Finnland

Þetta var reyndar óvenju skemmtileg Eurovsion söngkeppni. Eitt og annað hefur maður upplifað í þessum efnum. Abba voru góð 1974, en Carola var hvorki jafn skemmtileg né sakleysislega falleg, of mikið botox, segir Kolfinna Bjarney, dóttir mín, sem er nýfermd. Rétt er það að minnsta kosti að hrukkurnur voru grunsamlega fáar hjá þessum tveimur sem ætluðu að sigra í keppninni (ekki sigra keppnina, því engin var mér vitanlega að keppa við keppnina heldur tóku keppendur þátt og ætluðu að sigra keppinauta sína). Anna Vissi var hrukkulaus með öllu. Glæsilegt hjá 55 ára gamalli konu, en einhvern veginn fór ég að hugsa um Pétur Pan, þann óhamingjusama mann eða eilífðardreng.

Við sem höfum gaman að rokktónlist erum himinlifandi yfir sigri Lordi og ekki skemmir það að ég samgleðst finnskum vinum mínum, enda mál til komið að Finnar hefðu sigur í þessari margfrægu keppni og vilji maður snúa út úr ambögum nútímans mætti kannski segja með sanni að Lordi hafi ,,sigrað keppnina" því þeir gerðu hið óvænta og að mati Grikkja ómögulega að hafa sigur. Enn og aftur til hamingju Finnar og við öll og óskaplega var gaman að sjá 12 stig frá okkur Íslendingum.

Hrukkurnar sigruðu, jafnvel þótt þær væru tilbúnar. Við eigum okkur uppreisnarvon, hrukkudýrin.

Enn bíð ég spenntur efti batafréttum frá Keith. Verða Rolling Stones klárir í slaginn 8. júní í Horsens?

En kjarni málsins er að Eurovision verður vonandi aldrei sama keppnin og fyrr heldur muni öll vinsæl tónlist eiga sér möguleika Evrópubúum til gleði og ánægju.

Silvía Nótt, spegill nútíma Íslendings hafði að sumu leyti erindi sem erfiði og líkt og þegar Páll Óskar tók þátt mun áhrifa hennar gæta um ókomin ár.

Nú fer ég að hlusta á Savage Rose. Guð blessi minningu Thomas Koppel. Áfram Annisette.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband