Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Helgi Kjartansson

Páskar ganga í garð með tilheyrandi messuhaldi og innrás rokkaranna heldur áfram. Ray Davies heldur tónleika á föstudaginn langa. Einhvern tímann hefðu forsvarsmenn Þjóðkirkjunnar tekið því illa og komið í veg fyrir tónleika á þessum helga degi. Umburðarlyndið er meira og lögin rýmri og viðhorf til þess hvað telst menning hefur breytzt verulega. Það væri líka að elta ólar við hið ómögulega að telja Ray Davies utna menningar.

Ég var svo heppinn að sjá og heyra Kinks síðsumars 1970, innflutta af KSÍ og Albert Guðmundssyni. Fáir sóttu tónleikana, milli 2000 og 2500 og hljómsveitin spilaði aðeins í 55 mínútur og þótti lítið eftir Led Zeppelin í júní sama ár. Kannksi höfðu rokkþyrstir Íslendingar fengið sig fullsadda af rokki þá. En mér fannst gaman, en var reyndar óánægður með stuttan spilatíma og þeir létu bíða eftir sér.

Reiði annarra brauzt út í skemmdarverkum, rúðubrotum og fleiru, sem engan veginn var að skapi sveitadrengs, sem ekki þorði að kasta steini í rúðu í ónýtum skúr, þótt manaður væri. Kannski þóttu Kinks púkalegir miðað við harða rokkið. Lola var þó vinsælt lag með texta um klæðskipting eða eitthvað meira og breyta hafði þurft Coca Cola í Cherry Cola til að móðga hvorki gosdrykkjarisann né BBC. Á þessum árum reis sköpunarkraftur Ray Davies hátt, en sennilega skildi kynslóðin mín það ekki fyrr en seinna.
Mér þótti gaman og hefði viljað hafa aldur til að fara í gamla Sigtún (nú NASA) og sjá meira af þeim, en þar djömmuðu (spiluðu frjálst) þeir með íslenzkum tónlistarmönnum.

Sömu ölög biðu margra annarra að bíða nýrrar kynslóðar til að njóta virðingar. Einn þeirra er Iggy Pop, sem kemur og spilar fyrir Íslendinga 3. maí. Það er nóg framundan og ekkert að gera annað í bili en óska öllum gleðilegra Páska með vonum um góða daga.

Ólafur Helgi Kjartansson, 12.4.2006 kl. 16:52

2 Smámynd: Ólafur Helgi Kjartansson

Auðvitað átti að standa örlög hér að ofan, en kannski eru það ólög tilviljana að tónlistarmenn njóti ekki sannmælis, eins og Iggy og Ray.

Tónleikar Kinks voru góðir og nýja plata Rays er frábær (Other Peoples Lives) þar sem hæðni í textum og góðar lagasmíðar njóta sín.

Ólafur Helgi Kjartansson, 12.4.2006 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband