Pretty Beat Up og Iggy Pop

Mér hefur orðið tíðhugsað til þessa lags af Rolling Stones skífunni Undercover frá 1983, sem fékk misjafna dóma þá, en þó leynist þar eitt og annað sem hefur elzt vel. Mjög hefur verið rætt um dóma tvo er kveðnir voru upp nýlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mér verður hugsað til Keith Richards, sem sagður er hafa fallið úr pálmatré á Fiji og reyndar vilja aðrar heimildir meina að hann hafi lent í árekstri á sjóskíðum eða sæketti. Ég óska honum góðs bata og vænti þess að sjá hann í fullu fjöri í Evrópu og að ekki komi til frestunar að Evrópuferðinni að þessu sinni, eins og þegar hann rifbeinsbrotnaði í bókasafninu heima 1998.

En ég gæti tekið undir með honum: ,,I feel pretty beat up" Sennilega hefur dómurinn umdeildi fólgið í sé þau skilaboð að ekki skyldi ráðist á þá sem ætla má að séu minni máttar. Nóg af Pretty Beat Up sem er annars prýðis lag.  Mér verður hugsað til Dear Doctor af Beggers Banquet um leið og Keith eru sendar góðar óskir  um góðan bata.

Nú styttist í Iggy  Pop og það er víst langt síðan hann var Pretty Beat Up, enda búinn að losa sig við fíkniefni og annan óþverra fyrir löngu. Brian vinur minn brezkur, reyndar Skoti, hefur séð hann og heyrt á sviði mörgum sinnum og segir kraftinn ótrúlegan. Brosandi Þá er til mikils að hlakka.

Það var óneitanlega gaman að heyra í honum hjá Næturverðinum Heiðu á laugardagskvöldið og hún hvatti fólk til að nýta sér tækifærið. Það var rétt hjá Heiðu að eins og er eigum við rokkaðdáendur og tónalistar yfirleitt einstakt tækifæri til að njóta snillinga á heimsmælikvarða, heima á Íslandi. Það tækifæri eigum við að nota.

Rétt í lokin. Iggy sagði þegar hann lék á trommur með The Iguanas heima í Ann Arbor, Michigan um 1965 að það eina sem honum líkaði við brezku innrásina (tónlistar) væri The Rolling Stones og The Kinks. Skýr náungi, taktfastur og góður á trommur að sögn Wayne Kramer úr MC5 og er enn mjög brattur og rokkaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband