Van Morrison og Keith kominn úr trjánum

Ég hef verið að hlusta á Van Morrison, Pay the Devil. Hún er í lagi, þótt reyndar megi halda því fram að sveitatónlist sé vart hans sterka hlið, þá er skífan sú yfir meðallagi. Honum til hróss verður það sagt að ekki sitji kappinn auðum höndum. að auki fæst hann við eitthvað nýtt hverju sinni. Ekki staðnar hann.

Stundum mætti halda að við aðdáendurnir sitjum í stað og náum ekki að fylgjast með. What´s Wrong With this Picture? var reyndar þvílíkt snilldarverk að eitthvað hlaut að láta undan tímabundið. Sennilega gera aðdáendur of miklar kröfur til tónlistarmanna.

Reyndar er erfitt að vera sammála Morrisey um að Rolling Stones haldi áfram af þrjóskunni einni saman. Þeir taka sig til og gera nýja hluti og er þá ekki verið að tala um klifur í trjám, heldur A Bigger Bang. Sem betur fer hafa menn mismunandi skoðanir, enda væri lítið gaman væru allir sammála.

Rétt er að renna aftur í gengum djöfulinn (Pay The Devil) og gleðjast yfir því að Keith Richards sé kominn niður úr trjánum og byrjaður að leika á gítar á sjúkrahúsi. Ævinlega er eitthvað að gleðjast yfir komi fólk auga á gleðiefnið. George Ivan Morrison fer vel með sveitaslagarana og Your Cheatin' Heart er bara nokkuð gott, eins og reyndar hin lögins sem batna við hlustun.

Skyldum við nokkurn tíma fá að sjá Van á sviði með Rolling Stones?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

rollingstones.blog.is

Höfundur

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Áhugamaður um tónlist, ekki sízt rokk, blús og jafnvel jazz að ógleymdu poppinu og stundum klassískri tónlist fyrri alda.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband